14 júní, 2008

Kvöld launamannsins úti

Hinn japanski "sarary man" (þ.e. "salary man", ísl. launamaður) vinnur lengi. Honum ber að mæta á undan yfirmanni sínum og fara á eftir honum. Hann er fyrirtækinu svo þakklátur fyrir að ráða sig að hann vinnur a.m.k. tveggja klukkutíma yfirvinnu hvern dag, launalaust. Já, það er ekkert grín að vera japanskur "sarary man".



Að loknum löngum og ströngum vinnudegi (vikulega/mánaðarlega) fara vinnufélagarnir saman á bar eftir vinnu. Þar sleppa þeir af sér beislinu og skála í bjór - oft og mörgum sinnum.

Það leikur alltaf jafnunaðslegur áfengisilmur í loftinu í síðustu lestinni heim á kvöldin. Þeir ná oft ekki að halda sér vakandi og þá byrjar fjörið!

Ég hef séð haugadrukkna "sarary" menn vaggandi, veltandi, haldandi hver öðrum uppi, dragandi yfirmanninn með sér upp í lestina og - mitt uppáhalds: kastandi upp á brautarpöllunum. Virðulegt!

Bretarnir Adam & Joe hafa gert nokkrar stutt-heimildamyndir um japanskt líf. Klippan um japanska "sarary" manninn er æði. Njótið :D

04 júní, 2008

Finni franski - ættleiddur?

Frakkar eru ____________ lið.

Í kveðjuhófi vina minna, Þóru og Bjarna, síðustu helgi varð einn þeirra á vegi mínum.

Hann kynnti sig
"Allo, my name is Olivier"
(borið fram: ólivvíjei)

Ég endurtók nafnið hans með íslenskum tilburðum.
"Hi Óliver, nice to meet you".

Hann setti upp mikinn vanlætingarsvip.
"No, no, no. Olivier!"

Að sjálfsögðu ætlaði ég alls ekki að þóknast drengnum og leggja áherslu á þessa blessuðu "ie"-sérhljóða hans.
"Oh, you mean Ólifer!"

Ólivvíjei var sko ekki skemmt.
"Aaa... you people and your pronouncing!"

"Ok, I'm sorry, can I try one more time?"

"Aaa, ok" (með nefið upp í loft).

"ÓLIVERRRRRR"

"No, no, no, no - just forget it!
What is your name?"

"Guðný"