24 júlí, 2006

Stolt lífs míns

Síðastliðinn fimmtudag tók ég lokapróf í intensive japönskukúrsinum mínum. Þá eru liðnir rúmir þrír mánuðir síðan ég hóf japönskunámið og hefur það verið, líkt og heiti kúrsins gefur vísbendingu um, ansi strembið.

Næstkomandi fimmtudag verður einskonar útskriftarathöfn þar sem við nemendurnir, hver um sig, eigum að halda fimm mínútna ræðu á japönsku.

Ég hef setið sveitt við Gurpreet minn alla helgina og hef nú loks lagt lokahönd á það sem um ókomna tíð mun vera kallað STOLT LÍFS MÍNS.

Dömur mínar og herrar, ræðan mín いちばんハンサムないしゃ eða Myndarlegasti læknirinn:

いちばんハンサムいしゃ
ふじテレビはわたしのいちばん。まいちゅうどようびサミルさんとマリオさんといっしょにのいちばんヅラマみます、チイムメヂカルヅラゴン。いしゃはとおきょおでびょういんではたらきます。いしゃはあまりあたまがわるくなくて、にしんせつじゃないです。
ヅラマのヒーロはりゅうだろ。りゅうだろはとてもハンサムで、しんせつないしゃです。アフリカではたらいたことがあります。あそこではとてもあぶないあります。りゅうだろはとてもいいいしゃです、たくさんのこどものをてつだえました。みんあのこどものはとてもきたなくて、どきどきします。ひっこぎわをのに、りゅうだろははたらなければなりません。とてもあぶないですけど、りゅうだろはところでいちばんいしゃです。
いまりゅうだろは日本えかえっている。うみですんでいます。アフリカのすんでいるのあとで、りゅうだろはかなしくなります。竜だろはおさけをのんだり、パーチしたりしま
竜だろのともだちはかんごしです。かんごしはもうアフリカではたらいたあことがあります。かんごしは東京のびょういんではたらいています。かんごしは竜だろがすんでいたうちえいったことがあります。かんごしはあそこえ竜だろおてつだえにいきました。かんごしは竜だろに”びょういねかえったおください”ききました。
それからころぶしました。かんごしはとてもびょきで、がありませんでした。竜だろはボールペンをかわしたり、かんごしのからだにいれてしました。かんごしわげんきになりました、ああよかった。かんごしは竜だろにをあげました。
いま竜だろはまたうれしいです。びょういんではたらくつもりです。
びょういんで竜だろはたくさんいしゃをあいました。竜だろはあたらしいともだちふたりをしました:ナルド男とねむい男。ねむい男はいつもよったで、かみがしろいです。ナルド男はいつもリップSチックがあります。ナルド男はいいいしゃになりたいです。竜だろにならいたいですから。
びょういんではいしゃがあたまがわるくて、きおくれででした。竜だろはとてもあたまがいいです。竜だろはまたみんあのいしゃとじょりハンサムです。竜だろのしゅみわびょおいんおうえに、こころたいくをんどすることです。
竜だろはいちばんむすかしの(そうさ)をしたいです。いちばんむすかしのそうさの名前はバチスタ。びょういんのしょちょうは竜だろにちいむをさせます、ようにバチスタをできます。いっしょにで七人バチスタをしなければなりませんといいます。竜だろはいちばんじょうずいしゃでも、しょちょうはすきません。
びょういんおしょちょうはあまりしんせつじゃないです。じむしょのなかでひろいさかながあります。いつもさかなとはなしました。あたまがわるいですね?
は竜だろおなじじかんにバチスタふたりをしますた。あとで、竜だろは日本からでアフリカにかえるじょうにきたないことものにてつだえました。

20 júlí, 2006

Hver er maðurinn??

Benedikt páfi er kannski eitthvað að reyna að auka á vinsældir sínar meðal unga fólksins með því að dressa sig upp sem... sánkti klás!?!

Ætli hann hafi reynt við skeggið? Af hverju eru páfar ekki með skegg?

Kannski ætti hann að reyna að setja upp aðeins blíðari svip. Hann minnir mig frekar á "The Grinch" (þrátt fyrir litla grasgrænku) en jólasveininn.

Gó Benni !!!

11 júlí, 2006

Mömmustrákar

Bekkjarbræður mínir í japönskunámskeiðinu eru stórskemmtilegir: Hamid san og Said san frá Íran, Malik san og Shami san frá Pakistan, Danan san og Rajit san frá Indónesíu, Udompoh san frá Tælandi og svo Mukesh san fyrir hönd indverskra karlmanna.

Flestir yfirgáfu þessir drengir mæður sínar í fyrsta skiptið þegar þeir komu hingað til Tókýó. Því er það ekki tungumálið sem vefst hvað mest fyrir þeim, heldur heimilisverkin.


Fyrir um mánuði síðan mætti Shami san í skólann me ð miklar sáraumbúðir á fingri. Hann hafði verið að flysja kartöflur og skorið sig það illa að það þurfti að sauma fastan bút framan af einum fingrinum.

Eftir að hafa kvartað í margar vikur undan bragðlausum japönskum mat sá Danan san aumur á landa sínum Rajit san og bauð honum í kvöldmat á herberginu sínu. Danan san hafði nýlega keypt pönnu í “100 yena búðinni” og lofaði Rajit san ljúffengri indónesískri máltíð. Næsta dag vorum við spennt að vita hvernig til hafði tekist, en Rajit san var allt annað en sæll þegar hann lýsti atburðum kvöldsins.
Í stað steikingarolíu hafði Danan san óvart keypt japanskt matar-sake. Pönnusteikingin gekk því vægast sagt brösulega. Kjetið varð sótsvart og sósan brann við nýju fínu pönnuna, sem að lokum endaði í ruslinu. Greyið Rajit san fékk enga indónesíska máltíð þetta kvöldið.

Á mánudag mætti Hamid san tveimur klukkutímum of seint í skólann með risaumbúðir á fingri. Já, Hamid san var að útbúa morgunmatinn og skar djúpan skurð í fingurinn. Þetta var gífurlegt áfall fyrir Hamid san sem skipaði nágranna sínum að hringja á sjúkrabíl, sem svo kom og flutti hann í hasti á næsta sjúkrahús. Hann sagði okkur svo söguna af nærri-dauða-en-lífi-traumanu sínu líkt og hann væri að koma beint af stríðsvellinum.

Hvern hafði órað fyrir því að einföld húsverk gætu verið jafnstórhættuleg!?!

Það tekur því vart að nefna allar skyrturnar og sokkana sem verða bleikari með hverri vikunni sem líður eða þegar Malik san skildi ekki hvers vegna þvottavélin skilaði alltaf þvottinum hans þurrum – þar til hann uppgötvaði að hann var að nota þurrkara.

Ég hef hingað til takmarkað eldabuskutaktana við það að hella morgunkorni í skál og úbúa kaffi á herberginu mínu og ég held barasta að ég haldi mig við það. Ekki vil ég lenda í slíkum hrakförum.

Ekki eru þó strákarnir allir jafnhugrakkir. Fyrir um mánuði gafst Said san upp og hélt heim til Teheran í faðm móður sinnar.

Karlmannlegri finnast þeir varla!

03 júlí, 2006

Bekkjarmynd

Í Tokyo Tech er þeim skemmtilega sið viðhaldið að taka bekkjamyndir.
Ekki man ég eftir slíkri myndatöku síðan í grunnskóla.


Bekkurinn minn er kenndur við Mizuno prófessor sem situr gráhærður í miðið. Honum á hægri hönd situr aðstoðarprófessorinn Nakatta. Prakkararnir gera mikið grín að Nakatta. Hann þykir víst ofsalega alvörugefinn og ekki mikið fyrir grín og gaman.

Við erum tvær stelpur í bekknum og Liku situr fyrir framan mig. Við hliðina á henni er Uchi. Hann er víst fyrirsæta í frístundum sínum og mikill gæi.

Báðum megin við mig eru Ken og Kitahara sem eru ofsalega yndælir. Í vinstra horninu situr Junji, en í skólastofunni situr hann við hliðina á mér.

Þar með eru taldir upp þeir bekkjafélagar, hverra nafn ég kann. Það tekur þónokkurn tíma að læra þessi flóknu nöfn. Á myndinni má einnig sjá töffara bekksins (í hlýrabol), ritara prófessor Mizunos, klárasta nemandann (v/ hliðina á henni) og svo tvær krúttibollu sem brenna ætíð góðar spurningar á vörum, eins og "Hver þykir þér myndarlegastur í bekknum?"

Já, við erum skemmtileg klíka :)