18 desember, 2005

Indverski Gudinn

Sama hve hratt Indverjum fjolgar, sama hve margir eru atvinnulausir, sama hve margir svelta, sama hve margir deyja af voldum laeknanlegra sjukdoma... sama hvad, sama hvad. Tad er adeins torf a EINUM leikara!!!

Hann er GUD teirra Indverja, hann er heilagri en beljurnar, hann er med flottasta skegg i heimi, hann er besti leikari i heimi!

Hann er Amitabh - Amitabh Bachchan!!!

Tessi madur ofsaekir mig. Hann er a hverju gotuhorni, i hverri biomynd, i hverjum sjonvarpstaetti, i sjonvarpsfrettunum, i dagblodunum, i sludurblodunum...

Indverjar fa ekki nog af Amitabh. Teir kalla hann gud, bokstaflega! Teim er alveg sama tott hann hafi haldid sama stilnum sidustu tuttugu arin, kringlottur silfurgrar skegghyjungur og hartoppur, ymist gylltur eda svartur.

Tad er alveg sma hvada voru hann auglysir, tessir Indverjar keppast um ad kaupa taer ef hann Amitabh minn maelir med teim. Eg er med sakleysislega thrahyggju tegar kemur ad Gudinum og hef eg osjaldan 'smellt af' tegar eg rekst a auglysingu med honum. Her a eftir fylgja nokkrar:



Indverjar eru 'kreisy' tegar kemur ad tei. Tetta natturulega te a ad hafa mjog god ahrif a meltinguna. Eg er viss um ad klosettferdirnar hans Amitabh eru sannarlega anaegjulegar. Ad minnsta kosti virdist hann maela med 'Chyawanprash'!



Amitabh er ekki bara storkostlegur leikari, heldur erfdi hann faerni med penna. Fadir hans var fataekt ljodskald og Amitabh nytir hvert taekifaeri til ad fara med kvaedi eftir sig eda fodur sinn. Sjaid einbeitinguna i augum hans tegar hann er ad hugsa um hvad hann a ad skrifa! Va!!!



Hann hneppir glaesi- lega!!!



Tessa "eg er ad flyta mer, en er samt feikilega anaegdur med smart jakkafotin min" - posu er ekki audvelt ad leika eftir. Leiksigur og modelsigur!



Ju, o-ju! Hann slaer baedi 'Thorsteini J.' og 'Hestaumbanum' vid! Amitabh elskar ad tala og bera fram spurningarnar a ofurdramatiskan hatt. "Absolutely sure!?!" Oh, ef tid adeins gaetud heyrt roddina hans.






Vid Amitabh bidjum ad heilsa og afsokum thurrkatid a blogginu. Knusipus ur frrrrjosandi kuldanum i Indlandinu.

"Buid", eins og samtal okkar

Vid Lucie (fra Tekklandi) erum staddar i Delhi.
Vid erum a ogedslegu hoteli med rokum rumum og veggjum, kakkalakkaklosetti og grutskitugu golfi. Vid hofum ekki heitt vatn svo madur missir andann tegar madur fer i sturtu a morgnana. Eg er meira ad segja komin med kvef af ollum tessum otaegindum.

En... vid erum med sjonvarp!!! Og ta skiptir ekkert af tessu neinu mali. Hvilik storskemmtileg dagskra: Indverskar sapuoperur daginn ut og daginn inn. Tetta er otrulegt sjonvarpsefni, hvilik taekni sem notud er fyrir tetta odyra og illa leikna sjonvarpsefni. Eg pissa naestum a mig af hlatri yfir tessu!

Tad frabaerasta sem vid saum var bandariskur gamantattur (sem eg man ekki hvad heitir) tar sem dama hristi af ser mann sem var ad onada hana med spurningum, m.a. "Hvers lensk ertu?" Daman svaradi (a ensku) "Finnish, like our conversation!!!"

Eins og eg hef minnst a adur i blogginu, verda utlendingar fyrir miklu onaedi her og ta serstakleg er spurt um tjoderni manns. Tetta svar domunnar slo tvi i gegn hja okkur Lucie og hofum vid nytt tad ospart undanfarna daga her i hofudborginni.

"Buid, eins og samtal okkar!!!"

13 desember, 2005

Froken Reykjavik

Fyrir viku, tegar eg var spurd hinnar sigildu indversku spurningar: "Which country?" var audveldara fyrir mig ad svara "China" en "Iceland". Folk hafdi ekki hugmynd um Fronid okkar og eftir ad hafa kynnst tessari olaeknandi "folks-utflutnings-bakteriu" Indverja akvad eg ad vera ekkert ad auglysa landid um of tvi teir myndu liklegast na ad verda helmingur ibua fallegu eyjunnar okkar innan aratugs ef teir flyttu tangad.

En... nuna tegar eg svara tessari spurningu (sem er varpad a mig amk 10x a dag) "Iceland", ta verda uppi fotur og fit: "Miss World - Miss World".

Hvergi annars stadar i heiminum er horft jafnmikid a tessa bjutikontest og i Indlandi! Eg held eg liki tessu helst vid Jurovisjon heima, allir limdir vid skjainn, i vissu um ad enn einu sinni muni Froken Indland vinna.

Tegar urslitin voru kunngerd fekk eg ogrynni sms-a fra hinum ymsu Indverjum, sem vildu oska mer til hamingju med tennan saeta sigur!!!

I skolanum minum vita meirasegja bornin um "Froken heim". Um daginn var eg ad kenna teim ad landid teirra hetir "India" a ensku (tau segja "Hindustan") og ta stukku nokkrar stelpur upp og kolludu i "Miss India, Miss India". Tau vita alveg hvad "Miss India" er en ekki "India". Hvilik skomm og hneysa!!!

Tetta hofdadi audvitad ekki vel til raudsokkunnar i mer og hof eg umraedu um lummulegheit tessara bjutikontests. Ad lokum gafst eg upp, tad er jafnmikid gudlast ad tala illa um Miss India og tad er ad borda belju!

08 desember, 2005

O min ljufa Landsdama

Tad er ekki i frasogu faerandi ad Landsdaman min komi i heimsokn. Hun gerir tad annan hvern dag. Greyid er heimavinnandi husmodir, a tvo syni og annar teirra byr i Kanada. Eiginmadur hennar, Landslavardurinn, er upptekinn logfraedingur og er sjaldnast heima.

Hun hefur einstakan ahuga a hreinlaeti. Af og til kemur hun i heimsokn, tykist turfa ad fa eitthvad lanad, en gengur svo um ibudina og kikir i hvern krok og kima. Uppahaldssetningar Landsdomunnar eru "The appartment is looking very dirty", "The electricity meter is running very high" og "You see...". Sidan strakarnir yfirgafu okkur hefur okkur Carol (fra Brasiliu) tekist ad halda ibudinni hreinni. Eftir ad hafa att kappi vid kakkalakkafjolskyldur i tvo manudi akvadum vid ad reyna ad hemja fjolgun teirra. Eftir nokkrar misskemmtilegar tilraunir tokst okkur ad utryma teim. Sko, tad ma koma i veg fyrir offjolgun! Augljoslega verdur ad finna mannudlegri lausn fyirir Indverjana, en tetta var god byrjun.

Vid losnudum vid kakkalakkan Svein og hans foruneyti, en fengum tess i stad onaedi af odru tagi. Nu kemur Landsdaman ae oftar upp, haldandi ad hun hafi fundid i okkur longu tynda hreingerningar-salufelaga. Hun birtist i dyragaettinni med skrubb og spyr hvort hun megi hjalpa okkur vid ad hreinsa nidufollinn... eg faeri aldrei ad neita Landsdomunni minni um ta anaegju og segi tad henni hjartanlega velkomid. Hun hendist a fjora tekur til vid ad skrubba.

Um daginn fekk eg heldur betur pirrandi, en somuleidis hlaegilega heimsokn fra Landsdomunni. Tegar eg opnadi dyrnar stod hun fyrir utan og benti upp i loftid. Mer datt ekkert annad i hug en ad nu vaeri loksins komid ad tvi: Nu aetladi hun ad predika yfir okkur - vid skyldum fara ad huga ad trunni og binda endi a tetta odomulega liferni okkar.

En tad gerdi hun ekki.

Hun spurdi akvedin "Where have you gotten this BULLEP from?" Eg svaradi hissa, "BULLEP?" Hun benti aftur upp i loftid og sagdi "This BULLEP! Where have you gotten this BULLEP from?" Eg leit upp og gerdi mer grein fyrir umraeduefninu. Eg svaradi um hael "Oh, the light bulb". Hun hreytti i mig "Yes, this light BULLEP!"

Sidan tok vid storfurduleg umraeda tar sem mer var gert ljost ad ljosaperur endast ekki endalaust. Taer lysa bara i takmarkadan tima. Ekki skildi eg hvad Landsdomunni gekk til, en i midri umraedunni sem for i allar attir um 'rafmagn', 'lengd daga' og 'son hennar i Kanada' vippadi hun upp ur vasanum sinum herfilega ljotri ljosaperu - og adur en eg vissi af, var hun komin upp a stol og byrjud ad skrufa ljosaperuna okkar Carol ur perustaedinu. Eg var enn jafnringlud en eitt vissi eg - ad o-svo-litill rafstraumur myndi veita mer omaelda anaegju a tessu augnabliki.

Gud minn godur! Hvilik hormungar birta sem lysti upp svalirnar okkar. Tetta minnti mig helst a flodljos a leikvangi. Vid Carol hofdum serstaklega keypt ljosaperu med "kosy-birtu" og nu var buid ad fjarlaegja oll "kosy-heit" af svolunum.

Indverjar eru med neon-ljosaperur i ollum herbergjum heimila sinna. Og oftast eru taer af longu gerdinni, heill metri. Eg reyndi ad koma Landsdomunni minni i skilning um ad okkur taetti ekki tessi birta henta heimilum heldur... [og tessari athugasemd hefdi eg betur matt sleppa] frekar almenningsklosettum!

Landsdaman var heldur betur ohrifin af tessari ordanotkun minni, helt afram ad predika um BULLEPS, stakk saetu litlu ljosaperunni okkar Carol i vasann og od inn i ibudina.

Tar fann hun fleiri BULLEPS og skipadi mer ad skipta ut og faera milli herbergja. Hun hafdi vist einhverja serstaka rafmagnseydslu-formulu i hofdinu sem eg gat med engu moti skilid. En eg vard vid oskum hennar, skipti og faerdi - en i ollum hamaganginum tokst mer ad missa eina BULLEP a golfid og audvitad brotnadi hun, minni ljufu Landsdomu til mikils onaedis. Eg hrokladist inn i eldhus eftir kustinum og tegar eg kom aftur kraup hun vid leifar hlunkanperunnar og daesti "Oh Nina, I am so sad :("

Loksins aetladi greyid Landsdaman min ad opna sig fyrir mer og segja mer fra ohamingjusemi sinni, ohamingjusomu lifi sinu, ohamingjusomu hjonabandi sinu og sonarsoknudi sinum... en nei-o-nei. Hun kjokradi, "I'm so sad because you broke my BULLEP!"

Mer fellust hendur, sopadi upp brotunum og kvaddi domuna med lofordi um kaup a nyrri BULLEP!

Nu buum vid Carol i triggja herbergja almenningsklosetti.

Offjolgun

Fyrir tveimur manudum steig faeti a Indverska grundu. A risastorum og havaerum flugvellinum i Delhi blasti vid staersta vandamal Indlands: Offjolgun.

Adur en eg kom til tessa otrulega Indlands hafdi eg nokkra hugmynd um neikvaedar afleidingar offjolgunar: olaesi, naeringarskortur, afkastalitid heilbrigdiskerfi, ofbeldi, fataekt og otalmargt fleira.

Indverjar eru nu ordnir milljardur en stjornvold fjarfesta langt tvi fra nogu miklu i ad snua tessari troun vid. Tvert a moti nota teir tennan folksfjolda sem afsokun fyrir ollu tvi sem illa gengur, en her gengur faest sem skildi.

Skattinnheimtan er hlaegileg, adeins um 1% Indverja borga skatta og tad er einmitt sa fjoldi sem vinnur HJA rikinu. Ad rukka skatta af hinum 99% sem vinna hja einkareknum fyrirtaekjum telja teir omogulegt.

Logreglumenn ma sja ut um allt. Teir standa vid vegakantinn og drekka te og spjalla. Af og til oskra teir a lelega okumenn milli tess sem teir onada saklausar erlendar stulkur. Sjaldnast blanda teir ser i malid ef um er ad raeda arekstur, slagsmal eda annad eins.

Yfir hofud virdist enginn nenna ad halda uppi logum og reglum. Domsmalkerfid er mjog haegvinnt og tekur ad medaltali 25 ar ad fa dom i malum. Tad er tvi ekki furda ad folk vilji ganga fra tessu sjalft, annad hvort ta helst med ofbeldi eda haum fjarhaedum. Eg hef meira ad segja hitt mann sem hafdi myrt annan og borgad svo fjolskyldunni 350.000 rupiur (um 500.000 kr.) i skadabaetur - tad var ekkert ovenjulegt vid tad!

Stjornmalamenn her eru vist mjog spilltir. Teir afla ser atkvaeda med tvi ad borga folkinu ur slomminu. Tad getur varla kostad mikid meira en nokkra hundradkalla tvi tetta folk a ekkert.

Teir segja ad offjolguninni megi kenna um allt tetta... en eru samt ekkert ad gera til tess ad stoppa hana.

Hvad sem eg nefni sem mogulega lausn a astandinu her i slomminu, borginni, heradinu eda landinu ollu - Tad skiptir ekki mali hvad tad er, alls stadar fae eg somu afsokunina "tad getur ekki mogulega gengid tvi tad er allt of mikid af folki"!

A hverju ari flytja tugir, ef ekki hundrudir tusunda Indverja af landi brott. Alls stadar ma finna Indversk samfelog, i Kanada, Bandarikjunum, Astraliu, Bretlandi og meira ad segja i Afriku.

Mer synist tetta vera eina lausnin sem teir hafa komid med, ef lausn ma kalla, ad stunda utflutning a folki. En, audvitad er tetta folkid med menntunina svo haegt og rolega fer slommid ad taka yfir.

Tratt fyrir ad hafa ekkert i plonunum um stodvun tessarar folksfjolgunar, hefur forsetinn, sem er dadur af ollum, skrifad heila bok tar sem hann aaetlar ad Indland verdi "Troad land arid 2015".

Teir lifa i draumaheimi!