26 apríl, 2007

Litlu verðandi...

Þið ykkar sem eigið dætur...



...viljiðiggi að ég skreppi út í næstu litlu verðandi hórur-tískubúð fyrir ykkur og kippi einum blettatígursbrjóstahaldara eða gerviskinns háum hælum fyrir litlu dúllurnar ykkar?

Tískan gerist ekki betri í metrópól Tókýó!

17 apríl, 2007

Shitagidorobo

Í skjóli nætur læddist hann að veröndinni minni, kleif grindverkið, hljóðlega losaði þvottaklemmurnar, greip um fenginn og hvarf út í næturhúmið.

Nokkrum klukkutímum síðar steig ég fram úr rúminu, leit út um gluggann og sá hvar sólargeislarnir smeygðu sér inn milli húsanna ofar í götunni. Með bros á vör hugsaði ég með mér “þetta er morgunn tilvalinn til skokks”.

Ég þurkaði stýrurnar úr augunum og opnaði dyrnar út á veröndina. Árrisulir fuglarnir hófu sig syngjandi til flugs af grindverkinu. Anda inn – Anda út. Ah, hvað lífið er gott!

Ég tók til við að tína íþróttafötin af þvottasnúrunni.

En, bíddu nú við...
... Bíddu, bíddu...
... Ha??...
... Hvar er íþróttatoppurinn minn???
... Og, hvar eru HJÓLABUXURNAR mínar???

Guðný ykkar hefur nú kynnst glæpaheimum Tókýóborgar. Ég hef orðið fórnarlamb alverstu tegundar bófa sem þessi borg hefur að geyma: 下着泥棒

下 = undir, 着 = klæði, 泥 = mold, 棒 = staur:

NÆRFATNABÓFI!
(Hvað eru bófar annað en moldugir staurar?)

Þeir þræða götur borgarinnar, meðan grunlausar stúlkurnar sofa, í leit að undirfötum. Sumir eru sérstakir “undirfatasafnarar” og eiga heilan haug af stolnum undirfötum, en flestir eru eins konar “suppliers”.

Mér hefur verið bent á að kynna mér úrvalið sem er auglýst í “dónablöðunum” í sjoppunum þessa dagana. Þar mun ég líklegast reka augun í unga japanska dömu í allt of stórum Nike íþróttatoppi og ofur-sexý hjólabuxunum mínum. Ég get svo hringt í tiltekið númer og boðið í íþróttafötin mín.

Japanskir perrar bjóða víst fúlgu fjár fyrir slíkan ránsfeng og nærfatabófarnir græða á tá og fingri.
Ég er enn ekki búin að átta mig á því hvað er svona eftirsóknarvert við að hafa undir höndum nærföt einhvers annars? Hvað þá eitthvað eins óspennandi og íþróttatopp og hjólabuxur?!?!?! Nærfatabófinn hefur ábyggilega aldrei séð annað eins og haldið að þetta væri það nýjasta nýja í undirfatageiranum: Hjúmongus nærbuxur og teygjanlegt bómullartoppstykki.

Stórkostlegt land!

08 apríl, 2007

Samkoma Djollígæjanna

Í Tókýó - borg draumanna - er rekinn eins konar "bojbandaskóli". Þangað fara ungir drengir sem eiga sér þann draum æðstan að vera í strákahljómsveit.
Dúllulegustu strákarnir sem kunna að dansa og stundum... syngja fá að lokum að útskrifast og eru settir í eitt stykki "bojband". Síðan eru samin fyrir þá lög á færibandi og þau gefin út á nóinu.

Eitt "best heppnaða"/vinsælasta bojbandið heitir því góða nafni SMAP.

Skólastjóri "bojbanda"-skólans gaf þeim þetta nafn og stendur það fyrir Sport Music Assembly People því þar eru saman komnir dúllustrákar sem kunna að dilla sér og syngja -á japanska vísu.



Þið hafið måske nú þegar kynnst tveimur þessara dúllustráka á síðum þessa bloggs.

Einn þeirra, Katori Shingo, er krúttíbollan með aflitaða hárið úr Asahi-bjórauglýsingunni í síðustu bloggfærslu.
Hinn, Kimura Takuya, er dansandi-togandi-í-hárið-rúsínan úr ráðgátu-auglýsingunni fyrir "Gatsby (Getsubi)" sem ég bloggaði um fyrir löngu.
Hinir þrír eru ekki alveg jafndúllulegir - og fá því engan auglýsingasamning greyin.

Mér heyrast japönsk dægurlög vera af tveimur gerðum - óskaplega væluleg og hrikalega djollí (kát). Af einhverjum ástæðum ná öll djollí lög vinsældum í japan!
Um daginn kom hingað til borgar heimsmethafi djollíheitanna: Stevie Wonder. Jiminn eini, hvað hann er kátur! Ég hringdi bara til þess að segja "Ég elska þig", Er hún ekki dásamleg, Þú ert sólskinið í lífi mínu og fleiri... ótalfleiri óþolandi lög!
Að sjálfsögðu voru leiddir saman hestar þessara djollí-gæja allra saman. Hér er afrakstur þessa óendanlega ljúfa samstarfs Stevie & SMAP í beinni sjónvarpsútsendingu. NB: Krúttíbollurnar taka fyrst almennilega undir í seinna laginu, þó svo að danssporin í því fyrra séu óskaplega flott!