08 desember, 2006

Vala Svala

Hún var uppáhalds pólitíkusinn minn fyrir.
Og - hún er það heldur betur enn.

Ég hitti Valgerði, eða Völu Svölu eins og ég kýs að kalla hana núna, í gala-boði í Ginza í kvöld. Þar var haldið upp á 50 ára afmæli Japans-Íslands "ríleisjóns". Vala mætti prúðbúin og hélt góða ræðu. Hún var nú meira segja hnyttin og fékk Japanina til þess að hlægja, sem er ekki neitt auðvelt, því íslenskur húmor þýðist illa yfir á japönsku. En Vala Svala er algjör pró!


Við Elín kenndum Völu hina einu sönnu japönsku pósu. Hún rúllaði því náttúrulega upp. Frábær dama! Frábært kvöld :D

Er annars að rembast við að pakka. Ekki auðvelt að koma öllum jólagjöfunum fyrir... Held ég verði að sleppa fötunum mínum. Svo, ef einhver vildi vera svo vænn að lána mér föt yfir hátíðirnar...? Ég legg af stað út á flugvöll eftir fjóra tíma... get ekki beðið!!!

Sjáumst íslensku jólabörn :D

06 desember, 2006

NíuNúllTveirEinnNúll

Að versla jólagjafir í Tókýó er eins og að... stela sleikjó af barni.

Verslanir eru opnar langt fram eftir kvöldi og hvergi er úrvalið meira. Maður fær alls kyns skemmtilegar hugmyndir að gjöfum.

- Eins og þessa hér:

Hver vill fá Brendu, Donnu eða Kelly í jólagjöf???
Fyrstur pantar - fyrstur fær!

Djí dúddamí, ætli þessar hafi ekki farið af markaði fyrir... einum tíu árum? En - aldeilis ekki hér!!!