20 febrúar, 2009

Go-kon

Hid hefdbundna japanska stefnumot (go-kon) fer fram i fleirtolu. Jofn tala kynjanna hittist ta venjulega a veitingahusi og taka ser saeti sitt hvoru megin vid bordid, t.e. kvk. odrum megin og kk. hinum megin. I byrjun er gengid hringinn og hver einstaklingur kynnir sig - nafn, nam, starf, aldur, ahugamal o.s.frv. Teir sem hlusta eru vodalega hrifnir af ollu sem sagt er og klappa spenntir i lok hverrar kynningar. Er lida tekur a kvoldid skiptir folk um saeti a vixl til tess ad kynnast betur teim sem teim tykir alitlegir. Ad loknu stefnumotinu er haldid ut a gangstett tar sem skipst er a simanumerum og nafnspjoldum. Svo hneigja sig allir oft og morgum sinnum og ef vel hefur tekist til er eins konar klapp-kvedja framkvaemd. Hun felst i tvi ad klappa 3 sinnum hratt, svo aftur trisvar sinnum hratt og svo haegt 3 sinnum.
Agalega skipulagt allt saman.

Vid Yukiko, Tuya og Asumi forum a go-kon i vikunni. Vid hittum tar fjora omotstaedilega herramenn a karaokebar i Shinjuku. Oskopin oll voru sungin. Karlmennirnir hreint hrifu okkur med undurfogrum songi, japonsku poppi, rappi og enskum astarballodum.

Sa herramadur sem mer leist hvad best a heitir Keita og hann var svo spenntur ad vera med utlendingum i karaoke tvi ta gat hann sungid ensk log - sem hann sagdist vera rosalega godur i ad syngja.


Ord fa ekki lyst songhaefileikum hans... eg segi tvi bara "teik itt avei Keita":


Uppahald allra: "Imagine", i himneskum flutningi.Hver elskar ekki Billy Joel smellinn "Honesty"?
eda tetta ljufa Carpenters-lag?
Vinur Keita, Tomo jok adeins a studid i hopnum med Bon Jovi laginu "These Days".
Eg reyndi allt hvad eg gat til ad hindra Keita san i ad syngja heimsins hundleidinlegasta lag: She. En, allt kom fyrir ekki.

Ja, japanskar sereneidur skapa hid fullkomna stefnumot!!!

04 febrúar, 2009

Guríín sjúúreisu

Ég skrapp í skólagym-ið um daginn með félögum mínum. Hafði heyrt sögur þaðan og varð að svala forvitni minni. Ég stoppaði aðeins í stutta stund og fylgdist með japönskum karlmennum hnykla vöðvana meðan testósterónið leið um loftin.
Ég mátti ekki stoppa lengi, enda á ég ekki grænar skóreimar...


En, þessi tvö vöðvabúnt voru svo sannarlega með þetta allt á hreinu.

25 janúar, 2009

Útsala!!! - Útsala!!! - ÚTSAAAALAAAAA!!!!

Það fylgja því engin rólegheit að fara á japanskar útsölur.

Ég þoldi ekki lengur gólin og tónlistina inni í búðinni svo ég fór fram á gang að bíða eftir Tuyu og Yukiko.

En, þar beið mín ekkert skárra...

Þarna keppast starfsmenn búðanna við að láta vita hvaða tilboð eru í gangi í verslununum þeirra. Það má ekki fara framhjá neinum að það er ÚTSAAALAAA!!!

21 júlí, 2008

Hið japanska terebí

Senn líður að lokum dvalar minnar hér í neonborginni. Það er svo sannarlega margt sem ég mun sakna héðan; maturinn, karaoke-ið, kurteisin, ljósin & lætin, krúttíbollubörnin, módeladansiböll, gamla konan á horninu sem heilsar mér alltaf og biður mig að koma "heil á húfi" aftur heim, skólinn minn og að sjálfsögðu aðalkallinn - Mízúnó.

En, eitt stendur þó upp úr: Sá unaður sem er japanskt terebí (stytting á orðinu "terebision" eða "television" eins og sjónvarp heitir víst á ensku).

Hér eru miklu fleiri stöðvar en heima á Fróninu og Japaninn býður upp á "stórkostlegheit" hverja mínútu. Það er skemmst frá því að minnast þess þegar við Tuya misstum af vinum okkar á dansiballi því við gátum ekki fyrir nokkurn mun rifið okkur frá döbbaðri Anacondu Tvö á Fuji stöðinni.

Unaður númer eitt:
Hér sjáið þið upphafslag hinnar æsispennandi þáttaraðar Changeman eða, eins og ég kýs að kalla það: Breytingamaðurinn.

Unaður númer tvö:
Breytingamaðurinn er alltaf svolítið ógnvekjandi, mikið af sprengingum og vonduköllum. Hér berjast Breytingadrekinn og Búba til síðasta blóðdropa. Þori varla að horfa...

Unaður númer þrjú:
Godzilla, sem þýðist yfir á íslensku Góða Silla, er án efa eitt af þjóðarstoltum Japana. Hún er sko ekki bara stór og ófrýnileg eðla heldur misskilin og einmana.

Hér mætir Góða Silla erkifjanda sínum: Kíng Kong. Greyið á svo erfitt með að tjá tilfinningarnar sínar og verður svo agalega vandræðaleg. Hún kemur í leit að annari big size ófreskju (því það er svo óskaplega auðmýkjandi að vera stór í Japan) til að elska en allt fer í klessu :(

Góða Silla er einstæð móðir og stritar daginn út og daginn inn við að ala önn fyrir barninu sínu, Góðu Sillu Djúníor sem hún elskar afskaplega heitt. Inn á milli kennir hún honum drápslistina.

Ég gæti fundið Góðu Sillu-klippur í hundraða tali, en þarf að klára verkefni fyrir morgundaginn. Ég lýk því þessum ritlakafla með tilfinningaþrungnu augnsambandsmómenti.

Njótið :)

08 júlí, 2008

Sveitavoffarnir

Þá er ég nýkomin í metrópólið eftir friðsæla helgi í sveitinni. Fór og heimsótti Amöndu, norður-írsku vinkonu mína sem býr í miðju hvergisins nyrst á Tohoku-eyjunni, Iwate-ken.

Það var gaman að blanda geði við sveitalúðana. Allir afskaplega afslappaðir og ljúfir.

Mest þótti mér þó til hundanna koma - þeir voru í alvöru stærðum þar. Ekki þessar litlu Tókýó-tíslur með tígaspena og kórónur.

Það urðu nokkur skemmtileg hundatengd skilti á vegi mínum í fjallaleiðöngrunum.

Hér sjáið þið hvernig eigendum er gert skylt að þrífa upp skítinn eftir voffana sína.
Ef þið lítið nánar þá sjáið þið hvað hundsgreyið roðnar við það þegar húsbóndinn hans skóflar skítnum í pokann. Agalega vandró.Svo vorum við Amanda að dást að því hvað bönnuðu hlutirnir eru hér látnir koma fram úr rauða "bann-merkinu"... þriðjuvíddarlegt og flott, jafnvel þó óbreyttur sveitungur hafi teiknað þetta.En svo sáum við að hér var meira athugavert við skiltin. Hundaskíturinn í sveitinni titrar!!!14 júní, 2008

Kvöld launamannsins úti

Hinn japanski "sarary man" (þ.e. "salary man", ísl. launamaður) vinnur lengi. Honum ber að mæta á undan yfirmanni sínum og fara á eftir honum. Hann er fyrirtækinu svo þakklátur fyrir að ráða sig að hann vinnur a.m.k. tveggja klukkutíma yfirvinnu hvern dag, launalaust. Já, það er ekkert grín að vera japanskur "sarary man".Að loknum löngum og ströngum vinnudegi (vikulega/mánaðarlega) fara vinnufélagarnir saman á bar eftir vinnu. Þar sleppa þeir af sér beislinu og skála í bjór - oft og mörgum sinnum.

Það leikur alltaf jafnunaðslegur áfengisilmur í loftinu í síðustu lestinni heim á kvöldin. Þeir ná oft ekki að halda sér vakandi og þá byrjar fjörið!

Ég hef séð haugadrukkna "sarary" menn vaggandi, veltandi, haldandi hver öðrum uppi, dragandi yfirmanninn með sér upp í lestina og - mitt uppáhalds: kastandi upp á brautarpöllunum. Virðulegt!

Bretarnir Adam & Joe hafa gert nokkrar stutt-heimildamyndir um japanskt líf. Klippan um japanska "sarary" manninn er æði. Njótið :D

04 júní, 2008

Finni franski - ættleiddur?

Frakkar eru ____________ lið.

Í kveðjuhófi vina minna, Þóru og Bjarna, síðustu helgi varð einn þeirra á vegi mínum.

Hann kynnti sig
"Allo, my name is Olivier"
(borið fram: ólivvíjei)

Ég endurtók nafnið hans með íslenskum tilburðum.
"Hi Óliver, nice to meet you".

Hann setti upp mikinn vanlætingarsvip.
"No, no, no. Olivier!"

Að sjálfsögðu ætlaði ég alls ekki að þóknast drengnum og leggja áherslu á þessa blessuðu "ie"-sérhljóða hans.
"Oh, you mean Ólifer!"

Ólivvíjei var sko ekki skemmt.
"Aaa... you people and your pronouncing!"

"Ok, I'm sorry, can I try one more time?"

"Aaa, ok" (með nefið upp í loft).

"ÓLIVERRRRRR"

"No, no, no, no - just forget it!
What is your name?"

"Guðný"