25 janúar, 2009

Útsala!!! - Útsala!!! - ÚTSAAAALAAAAA!!!!

Það fylgja því engin rólegheit að fara á japanskar útsölur.

Ég þoldi ekki lengur gólin og tónlistina inni í búðinni svo ég fór fram á gang að bíða eftir Tuyu og Yukiko.

En, þar beið mín ekkert skárra...

Þarna keppast starfsmenn búðanna við að láta vita hvaða tilboð eru í gangi í verslununum þeirra. Það má ekki fara framhjá neinum að það er ÚTSAAALAAA!!!