Þurrkur ei meir
Ég biðst afsökunar á langri þurrkatíð á blogginu. Það hefur ekki gengið áfallalaust að koma sér inn í þetta formfasta japanska háskólakerfi og ég hef setið nótt sem dag við skýrsluskrif og fyrirlestraundirbúning.
Nú virðist ég þó búin að ná tökum á þessu og ef ég held áfram á sama róli ætti ég að vera í góðum málum.
Ég vil þó ekki tíunda þetta frekar - það yrði efni í allleiðinlega bloggfærslu.
Þess í stað ætla ég að vera með kraftmikla endurkomu. Ég hef sett saman litla getraun sem nefnist "Hvernig plummarðu þig á japnesku?" Hún gengur út á að giska á þýðingu nokkurra japanskra orða.
Orðin sem ég hef valið eru öll rituð með katakana sem er starfróf fyrir tökuorð, aðallega úr ensku. Það má því oft heyra hvað orðið er ef maður les það upphátt.
Einn, tveir og þrír!
Orð 1: Makudonarudo (マクドナルド)
Orð 2: Osutoraria (オストラリア)
Orð 3: Eriku Kuraputon (エリククラプトン)
Orð 4: Buragiru (ブラジル)
Orð 5: Meru Gibbusonu (メルギブソヌ)
Orð 6: Aísurando (アイスランド)
Orð 7: Uedingu doresu (ウエヂングドレス)
Orð 8: Rorudo ofu za ring (ロルドオフザリング)
Orð 9: Sekushi (セクシー)
Orð 10: Kohii (コヒー)
Í vinning er einnar leiðar flugmiði í ljósadýrðina
Nú virðist ég þó búin að ná tökum á þessu og ef ég held áfram á sama róli ætti ég að vera í góðum málum.
Ég vil þó ekki tíunda þetta frekar - það yrði efni í allleiðinlega bloggfærslu.
Þess í stað ætla ég að vera með kraftmikla endurkomu. Ég hef sett saman litla getraun sem nefnist "Hvernig plummarðu þig á japnesku?" Hún gengur út á að giska á þýðingu nokkurra japanskra orða.
Orðin sem ég hef valið eru öll rituð með katakana sem er starfróf fyrir tökuorð, aðallega úr ensku. Það má því oft heyra hvað orðið er ef maður les það upphátt.
Einn, tveir og þrír!
Orð 1: Makudonarudo (マクドナルド)
Orð 2: Osutoraria (オストラリア)
Orð 3: Eriku Kuraputon (エリククラプトン)
Orð 4: Buragiru (ブラジル)
Orð 5: Meru Gibbusonu (メルギブソヌ)
Orð 6: Aísurando (アイスランド)
Orð 7: Uedingu doresu (ウエヂングドレス)
Orð 8: Rorudo ofu za ring (ロルドオフザリング)
Orð 9: Sekushi (セクシー)
Orð 10: Kohii (コヒー)
Í vinning er einnar leiðar flugmiði í ljósadýrðina
