29 janúar, 2007

Ofurafbragðlega smjúkt silkitófú

Kom við á markaðnum á leið heim úr skólanum í dag.

Venjulega kaupi ég ódýrustu matvörurnar í boði.

En!!! Þegar manni býðst ofurafbragðslega mjúkt silkitófú - hvernig getur maður staðist freistinguna? Sama þótt það kosti tvöfalt meira en venjulegt?

Sjarmerandi tófú í kvöldmat. Jibbý!

18 janúar, 2007

Söngkeppni aldarinnar!!!

Hjúkket!
Ég er komin heim í tæka tíð fyrir Alþjóðasöngkeppnina númer tvö
(The 2nd International Singing Contest).

Auglýsingin er svo vel orðuð...
Hvernig er annað hægt en að skrá sig til þátttöku!?!?

Og verðlaunin!!!!!!
(Þetta er sko engin Bónus-Melóna!)


Hvað geta þetta verið, annað en verðlaunin fyrir þann sem sökkar!?

Ath. Japanir geta ekki sagt v og segja (og því miður, skrifa) því b í staðinn.

Nú er bara spurningin: Hvað á ég að syngja?
Ætti ég að taka Falk-lag eða Pops???