Vondast - Bestast
Versti tími vikunnar
hefst þegar ég vakna á sunnudagsmorgni. Draumfarir þáliðinnar nætur einkennast
af miklum vandræðagangi sökum stress-skýs sem hangir yfir mér. Skýið er við það að ná hámarksþéttingu um kl. 8 og við það vakna ég.
af miklum vandræðagangi sökum stress-skýs sem hangir yfir mér. Skýið er við það að ná hámarksþéttingu um kl. 8 og við það vakna ég.
Ég sest upp í rúminu og tel í huganum fjölda klukkutíma til stefnu: 29. Best að koma sér að verki.
Á sunnudögum leyfi ég mér fátt. Ég horfi ekki á fréttir Ríkissjónvarpsins og gremst það mikið að þurfa að fresta því að horfa á Spaugstofuna (sem mér þykir hafa verið afburðagóð upp á síðkastið og þá sérstaklega danski þátturinn). Ég fer hvorki út með ruslið né út í búð til að kaupa mat. Ef ísskápurinn er tómur, þá helst maginn tómur!
Nei, það má enginn tími fara til spillis. Ég sit við tölvuna og reikna sem aldrei fyrr.
Eins og grafið hér til hliðar sýnir helst vöxtur duglegheita jafn frá mánudegi til laugardags.
Talsverðrar óskhyggju gætir þó í þessum tölum, enda halli upp á tvær klukkustundir frekar ólíklegur þegar tekið er mið af athyglisgetu höfundar.
Það gífurlega stökk sem á sér stað á sunnudegi á þó við rök að styðjast enda þarf höfundur að vinna upp þann tíma sem fór til spillis, t.d. með því að skoða blogg vina sinna og ræða um ekki baun í bala við vini á msn. Mestallur sunnudagurinn fer því í lærdóm.
Um kl.2 aðfaranótt mánudags kemur tvennt til greina:
A: Reikningar nægir og allt að 6 næstu klukkustundum er varið í svefn.
B: Reikningar ónægir og óumflýjanlegt reynist að taka einn all-nighter.
B: Reikningar ónægir og óumflýjanlegt reynist að taka einn all-nighter.
Hámarks slæmlegheitum er náð kl. 13:20, þegar kemur að mér að halda fyrirlestur.
Ég stend þá við töflu og leiði út og sanna óskemmtilegar formúlur og kenningar fyrir Íþróttaskóinn (Mizuno prófessor), Nakatta (mállausi, fýlupúka-aðstoðarprófessorinn), Kitahara (dúllu-doktorsneminn og vinur minn) og Hadi (íranski rannsóknarneminn sem er á markaðnum fyrir vestræna frillu).
Besti tími vikunnar
hefst kl. 14:30 á mánudegi þegar ég geng út úr fyrirlestrarherberginu með bros á vör eftir að hafa massað fyrirlestur.
Því miður er það þó ekki alltaf sem mössun á sér stað. Langoftast er mössunin fjarri góðu gamani og ég stend fyrir framan þessa fjörugu kalla og stama þegar þeir spyrja og spyrja og spyrja... Nei, það er ekki gaman.
Því miður er það þó ekki alltaf sem mössun á sér stað. Langoftast er mössunin fjarri góðu gamani og ég stend fyrir framan þessa fjörugu kalla og stama þegar þeir spyrja og spyrja og spyrja... Nei, það er ekki gaman.