29 október, 2007

Vaka hrekkjanna

Í Harajuku-hverfinu er hrekkjavaka nær daglegur viðburður.


Shibuya-gellur og -gæjar héldu hins vegar árlega hrekkjavöku sína hátíðlega síðastliðinn laugardag.


Ég kom seint til herlegheitanna úr fannsí matarboði (við þjónustustörf kannski..?) og hitti vinina eftir að þeir höfðu farið "hringinn" með hrekkjavökupartýlestarvagninum gasalega.
Tuya skólastelpa, Samir verkamaður, Páll fangi (og fuglaskoðari), þrír hressir japanskir töffarar og - kemur einhver auga á... DAUÐANN Martin?!?!

Ó, herra Frennstökkí!!! Láttiggisona!!!

Frönsk þerna tekur starfi sínu alvarlega og er með handryksuguna til taks.

Hvar sem er - hvenær sem er!

Stærsta götukeila nokkru sinni!!! Hílaríus Dvergbófa-Páll!!!

Samir fann uppáhaldið mitt! RIDDARA GÖTUNNAR (sjá gamla færslu).

Ungfrú Veröld og Bíjonnsí!

Sjóræningja mátti víðs vegar sjá!

Þessi þerna var sko ekki frönsk!!! Og þótti mér hún hafa gert heldur frjálslegar breytingar á vinnufatnaðinum! Stéttarfélagið er með skýrar reglur hvað þetta varðar og er hún ekki í góðum málum!

"Hreyfimynd" af útsýninu úr teitinni.


Krúttíbolluþerna og -skólastúlka yfir og út.

15 október, 2007

Auglýsingar og skilaboð...

Ég sé nú stundum eftir því að hafa ekki svarað þessu góða tilboði... Hann hljómar svo ægilega ljúfur og spenntur yfir "basuketubooru".Ferskasti pílukasts-/billjardstaðurinn er án efa Billy Bowl.


Þessi töffari er måske einhvers konar "síkret eidjent" og hefur skilið eftir einhvers konar kóða á bílnum sínum. Ég hef enn ekki "krakkað" hann. Getur einhver hjálpað? Þetta er greinilega gæi/gella með mikla passjón!
All my true love
Precious Time
Breaking... to the morning
Long Way Home


Í Tókýó kunna þeir sko ALLAR heimsins enskUR!!!

11 október, 2007

Á venjulegum degi í Tókýó...

... verður margt á vegi mínum. Til að byrja með vakti flest hjá mér geysilega undrun, en smám saman hef ég vanist "stórfurðulegri" háttsemi samborgara minna.

Til dæmis þykir mér nú mjög eðlilegt að fara í göngutúr með voffa í sérútbúinni hvuttakerru...

Svo þykir mér ég hvergi heimsborgaralegri en á Sníkjudýrasafninu í Meguro.

Hver vill bandormsbol í jólagjöf???

Og, svo hef ég hef líka nýverið uppgötvað listunnandann í mér og legg vanalega leið mína hjá stóru lestarstöðvunum á föstudagskvöldum því þar má finna sjarmerandi strákabönd sem eru hópur vongóðra "bissnissmanna" sem vilja meika það í tónlistargeiranum (enn í jakkafötunum eftir vinnu, að sjálfsögðu).Og, ballöðurnar - ó, þessar undurfögru ballöður!
Meira seinna... :)