31 október, 2005

Dalai vs. Hr.Stalker

Eg er stodd i Dharamsala, fjallatorpi rett fyrir nordan Chandigarh. Herna byr Dalai Lama og Tibetarnir hans. Nuna er eg i Indlandinu sem eg helt eg myndi allan timann vera i. Herna er enginn asi, engar bilflautur og folk ad glapa og kalla a eftir manni. Tibetarnir eru sallarolegir og sibrosandi.

Herna i skogivoxnum hlidunum eru nokkrir torpsklasar. Husin eru pinkulitil og byggd tett saman med litlum steinlogdum stigum a milli. Ef madur maetir folkinu a gongu, brosa tau oll ut ad eyrum og bjoda godan dag. Vedrid her er yndislegt, kaldir og hressandi morgnar (iskold og hressandi sturta t.a.m.)en svo hlynar fljotlega upp ur hadegi.

Her eru fossar, klaustur, Hindua-og Budda-hof, geitur og beljur - ad ogleymdu heimili Dalai, nyja felaga mins. Eg aetla nu bara ad ganga svo langt ad segja ad tetta se fallegasti stadur sem eg hef heimsott. Ef einhver aetlar til Indlands ma hann alls ekki lata Dharamsala framhja ser fara.

Herna er safn sem segir sogu Tibet, Dalai Lama og Gandhi, afskaplega atakanlegt. Eftir ad hafa heimsott safnid, leit eg tetta gladlynda folk odrum augum. Saga teirra er otruleg.

En ja, nu er eg ordin adeins of alvarleg svona i morgunsarid. Eg vil endilega fa ad tja mig um ferdalagid hingad upp i fjollin.

Vid stigum upp i "Deluxe" rutuna okkar og settumst a finu ledurbekkina, algjorlega grunlaus um hvad beid okkar. Bilstjorinn bakkadi ut af rutustodinni og steig bensinid i botn. Hann steig varla af bensingjofinni naestu 8 timana, nema til tess ad snarhemla af og til - svona tegar hann var alveg ad fara ad keyra a hus, bil eda belju. Sem betur fer var tetta naeturruta og tvi ekki mikid um gangandi vegfarendur.

Vegurinn var eins og... eins og... tja, eg hef aldrei vitad jafn slaeman veg. Eg hentist a golfid allnokkrum sinnum, skall med hofudid i loftid og bara fyrir bonus-gledi var glugginn fyrir ofan mig alltaf ad opnast ad sjalfu ser. Eg steig tvi ur rutunni bla og marin, med hofudverk og frostbit!

En!!! Skemmtilegast af tessu ollu voru teir tveir timar sem eg eyddi i ad halda i mer. Eg hef aldrei turft ad pissa jafnmikid og tarna i hoppandi og skoppandi rutunni. Ad lokum velti eg mer frami til bilstjorans og bad hann ad stoppa fyrir klosett.

Eftir smastund gerdi hann tad loksins, opnadi dyrnar og benti ut i myrkrid. Mer var vid ad snuast hugur, var ekki alveg viss um ad fara ein ut i myrkrid. Hvert skref hefdi getad verid mitt sidasta, enda hlidarnar snarbrattar og engin leid ad sja neitt tarna um midja nott. En, torfin var tad mikil ad mer var nokk sama.

Eg rann a lyktina, fann klosettskurinn og sa orlitinn ljosbjarma a domuhluta tess. Tegar eg var ad ganga inn um dyrnar, stokk ofrynilegur madur - ofrynilegur og illa lyktandi madur ut ur skugganum, hropandi eitthvad a mig a Hindi. Tar sem tessi ofrynilegi og illa lyktandi madur var hvorki ad tala um liti ne tolustafi gat eg med engu moti skilid hann. Somuleidis var sjokkid tad mikid vid tetta ad eg hradadi mer bara inn a sgvatterinn, gerdi mitt og skaust aftur ut - framhja ofrynilega og illa lyktandi manninum sem var nu farinn ad kalla "Hallo, hallo" a mig.

Eg nadi ad koma mer upp i rutuna og var rett vid tad ad na andanum tegar kallinn birtist a glugganum "Hallo, hallo". Dji duddami, eg turfti naestum aftur ad pissa, hraedslan var tad mikil.

Eftir nokkur bonk a rutuna og nokkur "Hallo, hallo" i vidbot, haetti hamagangurinn og eg settist upp i saetid. Ta sa eg hvad ferdalangar minir i rutunni horfdu a mig, illum og pusludum augum. Teir hofdu greinilega meiri samud med tessum ofrynilega og illa lyktandi manni sem eg hafdi augljoslega haft pening af.

En, laetin voru alls ekki buin. Eftir smastund kemur felaginn minn upp i rutuna og golar enn haerra "Hallo, hallo" og svo eitthvad a hina rutuferdalangana til ad skyra mal sitt. Enn hofdu tau enga samud med mer og bentu i attina til min tar sem eg sat ad farast ur hraedslu :/

Jaeja, kallin nadi ekki ad skada mig odruvisi en a salinni tvi rutubilstjorinn vildi olmur aftur i kappakstursleikinn sinn og henti ofrynilega og illa lyktandi vini minum ut. Restin af nottini var himnariki, tratt fyrir ad vera frjosandi med nyslegna marbletti og hofudverk. Eg turfti allavega ekki ad pissa.

Hr. ofrynilegi og illa lyktandi klosettkall, fyrirgefdu - eg lofa ad svikja aldrei framar klosettpening af klosettfolki.

21 október, 2005

Rassmus Rupa

Tar sem eg er hinum megin a hnettinum og Rassmusinn minn a Islandi (Thorsteinn Jokull) hef eg turft ad finna mer substitute-Rassmus i Indlandi.

Pustak, skolinn minn, er fullur af Rassmusum. Tau eru oll svo saet ad mig langar ad bita tau. Af miklum otta vid lys hef eg to hamid mig adeins i knusinu, laet stundum naegja ad klappa teim og klipa i kinnarnar.

Eg a mer nokkra uppahalds-Rassmusa… einn to helst. Hann heitir Rupa og er 4 ara gamall. Hann kann alla stafina i enska stafrofinu… t.e. hann kann ad segja rununa: “A,B,C…Z”. En, hvad hver og einn stafur heitir, veit hann ekki. Eg hef tvi verid ad hjalpa honum ad na tokum a tvi. Hann er einn af faum bornum i skolanum med skolatosku. Hann fer ofsalega vel med hana, laetur hana aldrei liggja a golfinu og lokar henni alltaf eftir ad hann hefur nad i stilabokina sina og blyantinn sinn.

Rupa kemur alltaf hreinn og finn i skolann, med harid oliuborid og greitt til hlidar. (Her er geysivinsaelt ad bera oliu i harid. Tad gefur tvi glaesilegan glans og laetur hid skitugasta har lita ut fyrir ad vera nytvegid).

Uppahaldsfotin hans Rupa eru samstaed poloskyrta og stuttermabolur, gult og blatt. Hann er eins og litid IKEA. Rupa a litla vinkonu sem heitir Madri. Tau sitja alltaf saman og leidast heim ur skolanum. Hun a enga stilabok en Rupa leyfir henni alltaf ad skrifa i hana.

Nu er eg buin ad kenna i Pustak taepan manud. Eg er buin ad kenna litina, tolustafina, bokstafina, dyrin og margt, margt fleira. Buin ad laera tetta allt a Hindi. Eg laeri eitthvad nytt a hverjum degi.

I gaer laerdi eg – ad Rupa er stelpa!

20 október, 2005

Hetja i Indlandi

Eg hef lengi velt tvi fyrir mer ad fa mer got I eyrun, en alltaf frestad tvi – hraedda megid tid kalla mig… en hraedda getid tid ekki kallad mig lengur!!!

Fyrr i vikunni var eg ad skoda glingur a markadnum og blotadi tvi ad hafa ekki got i eyrunum. Nick, Bretinn sem eg by med, stakk tvi upp a tvi ad vid faerum bara og fengjum okkur got. Mer totti tad storskemmtileg hugmynd, en var to enn i vafa tegar hann dro mig inn i skartgripaverslunina.

Ur havaeru naeturlifinu a gotunni og inn ofurlitla bullu skartgripasala og triggja sona hans. Tarna satu teir, fjorir bakvid verslunarbordid. Pabbaglingur var ad traeta vid Indverska domu og dottur hennar a medan sonaglingrin trju kepptust vid ad syna okkur bakka eftir bakka af alls konar gulli og steinum.

Teir voru dalitid vonsviknir tegar vid sogdum teim ad vid vildum adeins fa got i eyrun, ekki gullhalsfestar og bryllups-armbond. VID vorum meira en dalitid vonsvikin tegar teir sogdu okkur ad teir vaeru ekki med byssu, heldur vaeri adgerdin framkvaemd med prjoni og svo lokkurinn skrufadur I gatid.

I bakgrunninum haekkadi daman rodd sina vid pabbaglingur, hun vildi vist skila einhverju sem hun hafdi keypt fyrir nokkrum arum… Stressid byrjadi ad magnast i mer.

Eg gofugmannlega baud Nick ad vera hugrakka karlmennid sem legdi ut i haettuna fyrstur. Hikandi tok hann tvi bodi. Vid voldum okkur lokka og toldum okkur i tru um ad tetta yrdi ekkert mal.

Ta tok glingursonur #1 lokkinn hans Nicks ur bakkanum og stakk honum upp i sig???

Nick veinadi og spurdi hvort hann aetladi ekki ad setja alkohol a lokkinn? Glingursonurinn horfdi pusladur a okkur, en glingursonur #2 stokk aftur i budina og kom skaelbrosandi aftur, veifandi glasi med blaum vokva. Vid Nick urdum ad treysta a ad tetta vaeri e-k sotthreinsiefni. Tad lyktadi sem betur fer eins og slikt.

Nu var daman farin ad oskra a glingurpabba og dottirin reyndi skommustuleg ad toga modur sina ut ur budinni. Glingursynirnir bentu akaft i att til fodur sins, til tess ad segja okkur ad hann vaeri gata-spesjalistinn. Okkur stod nu ekki a sama, madurinn sat tarna undir tvilikum oskrum fra brjalaedri Indverskri kvensu – hann yrdi varla i formi til ad framkvaema svo vidkvaema adgerd.

Ad lokum rak glingurpabbinn domurnar ut ur budinni. Hann taldi nokkra peningasedla og veifadi okkur svo til sin. Vid stauludumst yfir til hans. Hann stod upp, teygdi sig yfir bordid og stakk prjoninum i gegnum eyrun a okkur – badabing, badaboom!

Nu skarta eg tveimur gullfallegum gotum i eyrunum. Tvae tau og bona med spritti trisvar a dag.

14 október, 2005

einkamal.in

Eg var ein a skrifstofunni i dag og akvad ad taka mer godan tima og njota hadegisverdsins. Eg deildi gomsaetum baununum, hrisgrjonunum, kartoflunum og braudinu (Atkins faeri fljott ur bisniss her i Indlandi) med litlum musaraefli sem hefur hreidrad um sig i horninu.

Eg tok ad lesa gamla dagbladid sem braudinu var vafid inn i. Tad var einkamaladalkur The Chandigarh Times. Her eru foreldrar ad senda inn auglysingar tar sem teir dasama daetur sinar og bjoda i eiginmenn fyrir taer.

Helst er tekid fram ef stulkan er gronn og ljos a horund (fair, very fair, extremely fair). Ef taer eru fallegar er feitletrad 'beautuful', en ef hun er ekkert serstok er skrifad 'lovely appearance'.

Ef taer hafa lokid haskolagradu eru hun nefnd, en ta er lika krafist maka med menntun af sama stigi. Vinsaelustu eiginmennirnir eru verkfraedingar, en laeknar koma lika sterkir inn. Ef stulkan er med ha laun eru teim somuleidis gefin skil.

Margar stulkurnar eru menntadar i klaustrum og tykja taer einstaklega akjosanlegur kvenkostur. Taer titladar 'proper' og 'respectable'... jafnvel to taer seu tad ekki (a indverskan maelikvarda).

Pinkulitill hluti hjonabanda her i Indlandi er odruvisi... sk. 'love marriage'. Her tarf folk ekki ad hafa fyrir tvi ad finna ser maka, mamma og pabbi fara bara 'sjopping' og svo er brudkaup - einn, tveir og tiu. Tvilik tjonusta!!! Tad virdist enginn vera a moti tessu, ekki einu sinni indverskar vinkonur minar her. Tetta er vist ofsalega taegilegt :\

10 október, 2005

Skjalfti

A laugardagsmorgun ridadi allt. Jardskjalfti skok Pakistan og nordurhluta Indlands.
A Islandi hefur mer nu stadid a sama to svo ad jordin hristist adeins – bara haldid kyrru fyrir. A tridju haed i indversku husi gilda to adrar reglur.

Eftir nokkrar uppastungur eins og ad skrida undir bord eda standa i dyrakamrinum, akvadum vid ad hlaupa ut a gotu. Tad voru greinilega rett vidbrogd tvi tar stodu allir nagrannarnir lika.

Eg hef aldrei fundid jordina hreyfast jafnmikid. Bylgjurnar voru storar og vid urdum ad halda okkur i eitthvad til tess ad halda jafnvaegi. Somuleidis svimadi okkur lengi vel eftir skjalftann. Hann var 7.6 a Richter og olli vist miklu tjoni, serstaklega i nagrenni Islamabad og Kasmir. Her urdu to sem betur fer hvorki miklar skemmdir ne manntjon.

Jahaa...

Her gilda nutimareglur um hjalmanotkun. Karlmenn a motorhjolum og sguderum turfa ad vera med hjalma – kvenmenn ekki!
Enda er tad alkunna ad domur geta ekki slasast i motorhjolaslysum... neeei, ad sjalfsogdu ekki!!!

"Hvislid"... eda kannski "Flautid"

Sidastlidnum fimmtudegi og fostudegi eyddi eg a polovelli i bae skammt fra Chandigarh. Eg var stjarna! Eg var i appelsinugulum kjol, med krullad har og varalit, raudari en allt rautt!
Vid, hvita folkid, i utlendingasamfelaginu vorum fengin til ad vera “extras” i Hollywood-myndinni "The Whistle". Tetta er romans sem gerist a teim tima tegar Indverjar vilja undan yfirradum Breta og tad var tvi svona 40s still yfir settinu og leikurunum. Gasalega smart.

Tad fara lika engar smastjornur med adalhlutverk i tessari mynd, Jimmy Mistri (East is East, The Guru), gellan ur Smallville (Lana), Neve Campbell (Scream) og nokkrir adrir, hverra nofn eg tekki ekki. Vid vorum tvi umkringd stjornum.

Eg fekk “gangandi rullu, veifandi rullu og hneykslada rullu” – og stal natturulega senunni i oll skiptin!!! Atridid sem vid vorum ad taka upp var ‘polo-keppni’ og vid vorum rikir Indlands-Bretar ad fylgjast med leiknum, klappandi, spjallandi og skalandi.

Settid var umkringt Indverjum, sem komu til tess ad fylgjast med herlegheitunum. Teir heldu natturulega ad vid vaerum oll stjornur og goludu i sifellu “autugraph please, autograph please”. Eftir tokur elti mugurinn okkur og vid mattum takka fyrir ad komast upp i rutuna i heilu lagi. Tetta var ofsalega fyndid. Ad vera stjarna er ekkert “pis of keik”, greinilega.

Nu fer alveg ad koma ad tvi ad eg setji myndirnar a siduna. Byst vid ad taer verdi komnar upp fyrir lok tessarar viku. Tid verdid bara ad bida spennt.

Gleymskupuki

EG GLEYMDI ALVEG ad segja fra tonlistarvali stjornenda Circus Appollo. Tad voru spiladar skemmtara-/panflautu-utgafur af logum eins og Bitlasmellinum “Hey Jude” og “Part Time Lover” med Stevie Wonder. Annad bravo fyrir Circus Appollo!

05 október, 2005

Cirque du Solel – Schmolel!!!


For, i vikunni sem leid, ad sja besta sirkus i heimi: Circus Appollo. Vid utlendingarnir hofdum heyrt ad tarna vaeri um sannkallad meistarastykki ad raeda og gatum vid alls ekki misst af tvi.

Herlegheitin hofust tannig ad 10 menn i rondottum spido-naerbuxum utan yfir hvitum bomullarsokkabuxum hlupu um svidid og toku handahlaup sem aldrei fyrr. Sidan klifrudu teir upp i net og toku nokkrar agaetar sveiflur i trapisum.

Naest tok vid skrudganga um svidid, 1 fill, 3 hestar, 2 kameldyr, 6 hundar og fjoldi stulkna med pafagauka. Fillinn var med riiiisastort tjald yfir skrokknum med auglysingu fyrir jakkafot – audvitad!

Tad tekur tvi nu ekki ad nefna allt sem for fram tetta storkostlega kvold i sirkusnum, en eg vil endilega nefna nokkur uppahaldsatridi:

20 stulkur i sokkabuxum sem gengu hring eftir hring med marglita fana um svidid. Eg aetla ekki einu sinni ad reyna ad lysa tvi fyrir ykkur hversu mikla lukku tetta atridi vakti hja mer. Olysanlegt! Storkostlegt! Enginn aetti ad reyna ad hafa tetta eftir teim.

Hundatemjari sem let tvo hunda leika “roll-over, roll-over, roll-over” um svidid i fimm minutur. Tessar kunstir voru augljoslega storhaettulegar en hundarnir voru hvergi bangnir!

Madur med vatnsglas sem hann festi innan i hulahring og fleygdi i loft upp. Hann gerdi 3 tilraunir til tess ad gripa hulahringinn aftur med glasid i heilu lagi og mistokst jafnoft. Ad lokum gafst hann upp! Hann fekk magnad klapp fra okkur utlendingunum.

Eitt atridi vakti mikinn hrylling hja mer. Jakkafataauglysingafillinn kom a svidid med litla stulku a rananum. Hun dansadi um a bakinu a honum og hann stod upp a kolli og virtist, i hverju skrefi, vid tad ad misstiga sig. Ad lokum lagdist stulkan a svidid og fillinn ofan a hana. Tad var frekar ogedslegt.Tad heyrdist ekki mukk i ahorfendapollunum. Eg bjost engan vegin vid tvi ad fa stulkuna undan filnum lifandi, en tad gerdi hun to ad lokum.

Sirkusinn entist i rett ruma 3 klukkutima og a medan a ollum latunum stod, voru heilu halarofurnar af folki ad selja snakk, popp, djus, gos, vatn, is, sukkuladi, brjostsykur… tad voru orugglega fleiri ad vinna vid soluna en a sjalfu svidinu! Tad var ekki barn i tjaldinu sem ekki for heim i sykursjokki – eg tar med talin :/

Ef eitthvad a skilid meira hros en anand Circus Appollo, ta er tad skipulagning svidsins og ahorfendapallanna. Tad var hvergi gert rad fyrir ad folk tyrfti gangvegi, svo tad gekk bara tvert yfir svidid tegar tad skrapp a klosettid, eda ef tad kom seint. Bravo Circus Appollo, Bravo!!!

03 október, 2005

Grilladir Indverjar

Enskan herna er alveg daemalaus. Menntadir Indverjar (born og fullordnir) tala enskuna jafnvel betur en Hindi, en hun er to frabrugdin “venjulegri” ensku og kallast Hinglish. Eftir nokkra daga er hreimurinn ekki svo erfidur ad skilja, heldur ordavalid. Tad er a stundum meira ad segja hlaegilegt.

Eg las i dagbladinu um daginn um 15 ara stulku sem var elt heim af drengi i fylgd modur sinnar. Maedginin voru reid ut i stulkuna vegna tess ad hun neitadi ad giftast syninum. FYRIR ALGJORA TILVILJUN (e. in a freak accident) lubordu tau greyid stulkuna. Barsmidarnar stodu yfir tar til vegfarandi UPPHOF VIDVORUN. I Indlandi er aldrei kallad a logreglu eda bedid um hjalp, tad er “upphafin vidvorun” (e. raised an alarm).

Somuleidis er mikid um ad karlmenn seu med perrah’att. I frettunum er tvi lyst svo ad tessi og hinn hafi HEGDAD SER ILLA (e. misbehaved). Nu tegar hef eg lent i nokkrum sem hafa “hegdad ser illa”, en ta er best ad virda ta ad vettugi. Ef madur veitir teim hina minnstu athygli fara teir ad bjoda manni hitt og tetta, haldandi ad madur bara gripi taekifaerid… af tvi ad madur er hvitur – og allir hvitir eru ju tilkippilegri…

I gaer var eg ordlaus yfir forsidugrein dagbladsins. Tar var greint fra hopi manna sem braust inn i hus fjolskyldu stulku einnar (sem audvitad hafdi neitad ad giftast syni eins teirra) og brenndu tad til grunna og somuleidis hus fraenda hennar.
Tessir olatabelgir voru handteknir naesta dag og handjarnadir – nb. tveir og tveir saman! Sidan var teim stillt upp fyrir HOPMYNDATOKU. Tad var frabaert ad sja tessa mynd. Eg hugsadi bara med mer hvernig tetta hefur farid fram… “aftar, aftar! Adeins til vinstri!” Og svo smellt af – “siiis”. Greyin litu halffaranlega ut, enginn horfdi I myndavelina, mjog skommustulegir.
Eftir handtokuna voru teir svo fluttir a logreglustodina tar sem teir voru GRILLADIR (e. grilled) eins og i svona svertingja-tali. Ekki yfirheyrdir – nei, grilladir!!!

02 október, 2005

Tad er leikur ad laera


Eg er buin med eina viku i vinnunni. Yfirmadurinn min heitir Colonel Bedi, svartur litill kall med turban. Hann er fyrrum hermadur og oskaplega stoltur af tvi. Okkur kemur vel saman, to vid seum afskaplega olik.

Fyrsta daginn keyrdi hann mig ut i eitt (otalmargra) slomma i Chandigarh. Tar benti hann mer a skur sem eg skyldi fara inn i. Hann skyldi svo saekja mig i hadegismat.

Tegar eg kom inn i tennan skur... hreysi, stukku 40 litlir Indverjar upp ur marglitum plaststolum, settu hond vid ennid og kolludu eitthvad a Hindi (e-k "greeting" um Indland). Tetta var skoli fyrir slomm-bornin. Kennarinn teirra, Rohir, strakur um tvitugt, og Radkumari, fullordin kona med flengi-spytu sau um kennsluna. Eg fekk strax nafnid "Didi" sem a Hindi tydir "eldri systir".

Eg settist og fylgdist med kennslunni, sem folst i tvi ad Rohir skrifadi "A-Z" a tofluna og bornin attu ad skrifa hja ser enska stafrofid. Tau hofu skrifin akof, hvort sem var a taettar skrifblokkir, eda madar kritartoflublokkir. Sidan stukku tau upp og komu til okkar med afraksturinn svo vid Rohir gaetum kvittad fyrir vel unnid verkefni. Eg var mjog hissa og anaegd med ad flestoll bornin (meira segja alveg nidur i 4-5 ara aldur) gatu skrifad stafrofid harrett. Tetta hlyti tvi ad vera hinn finasti skoli. Tvi midur voru vonbrigdin mikil, tvi naesta dag og tarnaesta og tarnaesta dag skrifadi Rohir tad sama a tofluna og krakkarnir opudu eftir honum, harrett ad vanda.

Samtokin sem eg vinn fyrir YTTS (Youth Technical Training Society) hafa ekki burdi til tess ad borga kennurum fyrir vinnu i skolunum sinum. Tess i stad, borga teir slomm-folki skitt a priki fyrir ad "kenna" krokkunum a daginn, medan foreldrar teirra eru ad "vinna".

Flestir foreldrarnir lita ekki einu sinni a tennan skola sem taekifaeri fyrir bornin ad laera, heldur adeins sem dagvistun. Tad er enginn metnadur hja tessu folki. Tau saetta sig vid ad vera i laegstu stettinni og sja enga leid ut ur slomminu. Tau hafa varla i sig ne a og bua vid tann mikla misskilning ad ef tau fjolga ser nogu mikid, ta verdi innkoma heimilisins teim mun meiri. Tvi eiga bornin i skolanum minum flest 5-7 systkini. Tau elstu eru stelpur um 10 ara aldur, en taer eru i skolanum adeins til ad passa yngri systkini sin (1-3 smaborn) medan foreldrarnir eru ad heiman. Strakar eru strax sendir a goturnar vid 10 ara aldur til ad vinna.

Flest eru bornin hrein og til hofd fyrir skolann, en sum eru i drullugum fotum, med e-k klessur i harinu og ljot utbrot vids vegar a likamanum. Morg eru greinilega vannaerd med storan maga og ormjoar hand- og fotleggi.

Tad sorglegasta sem eg hef kynnst hingad til, eru eldri stelpurnar sem virkilegan ahuga hafa a ad laera og kunna ymislegt (baedi i ensku og staerdfraedi) geta ekki gefid sig allar i laerdominn tvi litlu systkinin teirra eru gratandi. Stundum nae eg ad taka tau fra teim a medan, en oftast haetta tau ekki tvi tau kunna ekki ad vera huggud med fadmlagi eda bara athygli. Tvi endar skoladagurinn oft fyrir tessar eldri systur med tvi ad taer fara snemma heim med gratandi yngri systkini sin. Sumar eldri systurnar eru adeins um 5 ara aldur med 2-3 ara yngri systkini.

Jamm, lifid er enginn dans a rosum i slommum Chandigarh.

Ad vera eda ekki vera... kona i Indlandi

I Chandigarh bidu min sex indverskir AIESEC medlimir. Tau foru med mig a kaffihus og budu mer i hadegismat. Eg tradi ekkert frekar en ad setjast inn a rolegt kaffihus og borda, enda hafdi eg ekkert bordad sidan daginn adur. Tvi midur var ekki mikid um rolegheit - og nu tegar eg hugsa til tess, ta var tad sidast i Subway-inu i London sem eg hafdi ro og naedi...

Laetin eru gifurleg, hvar sem tu ert. Indverjar eru bjolluodir, setja upp bjollur hvar sem teir koma teim fyrir og hringja teim sint og heilagt. A kaffihusum hringja teir til tess ad segja ter ad maturinn/kaffid se tilbuid, a gotunum hringja teir bjollunum a leiguvognunum til tess ad bjoda ter far, svo ekki se minnst a bilflauturnar... en tad taeki mig heila eilifd ad lysa umferdinni a gotunum her... Og, teir hringja ekki einu sinni, heldur ad minnsta kosti 17 sinnum, jafnvel dyrabjollunni ef teir vilja selja ter eitthvad. Svo tad er ekki sens ad leida tad hja ser.

Hvad umferdina vardar, laet eg mer naegja ad nefna: bilar, trukkar, jeppar, motorhjol, sguderar, reidhjol, hestvagnar, "rickshaw-ar", "autos", asnar (baedi dyrateg. og mennskir) og beljur, beljur, beljur. Enginn fylgir umferdareglunum, tad eru engar akreinar, folk flautar a fimm sek. fresti til ad lata vita af ser... og svo er vinstri umferd. Tad ad eg hafi lifad fyrstu vikuna af, baedi aftan a sguder og gangandi (tvi tad eru mjog faar gangstettir) er kraftaverk!

Tad sem eg tok strax eftir tegar eg kom til Chandigarh, var tad ad folk er aldrei eitt. Tad er alltaf i gruppu og sjaldnast adeins tveir i einu. Annad sem er ofsalega skritid, er tad ad 80% af folkinu utan dyra eru karlmenn. Madur ser orfaar konur - og eftir ca. 7 a kvoldin, eru taer hvergi sjaanlegar.

Samfelagid her er otrulega "konservatist", allt snyst um stodu og "proper" hegdun. Stelpur geta ekki verid uti eftir rokkur tvi annars eru taer grunadar um ad vera lauslatar og ta vilja ekki foreldrar fa hana fyrir tengdadottur. Stelpur geta ekki farid i heimsokn til straka an tess ad hafa "sidgaedisvord" vidstaddan. Strakar turfa ekki ad hlyda neinum slikum reglum. Teir mega vera uti eins lengi og teir vilja, reykja og drekka - enginn skiptir ser af tvi. Eg myndi endast null sekundur sem indverskur kvenmadur.

Vegna tess hve strangar sidgaedisreglurnar eru, ma folk ekki para sig saman annars en til ad giftast (to margir geri tad a laun), svo tad ma ekki haldast i hendur eda kyssast. To, ef um tvo karlmenn er ad raeda, er allt leyfilegt. Tvi ser madur ut um allt fullordna karlmenn ad leidast um gotur borgarinnar. Teir sitja a hver odrum i straeto (ekki einu sinni pent, heldur i fadmlogum). Tetta er allt ofsalega skritid.

Fyrsta impressjon - A flugvollum Indlands

"Ladies and gentlemen, may I have your engine please" var tad fyrsta sem eg heyrdi tegar eg steig inn a flugvollinn i Delhi. Tar kom til min flugvallarstarfsmadur sem baudst til tess ad boka fyrir mig hotelherbergi og leigubil tangad. Eg skyldi setjast og "meik myself kommforrtabbull" og hann kaemi innan "8-9 minutes". Va, hugsadi eg, var gifurlega hamingjusom yfir ad vera komin i land t.s. folk er svona yfirmata stundvist... Tvi midur var tessi hamingja ekki langvinn!

Her hefur folk engin not fyrir ur eda klukku. Tad segist hitta tig klukkan 12 en tad kemur klukkan 2 - og tarf ekki einu sinni ad bidjast fyrirgefningar. Tad hefur tvi reynt mikid a otolinmodu Gudnyju - eda Ninu tvi tad er ekki moguleiki a tvi ad fa Indverjana til ad segja nafnid rett.

Flugvollurinn var fin byrjun fyrir alvoru menningarsjokkid. Tad var urhelli i Delhi, daginn sem eg atti flug til Chandigarh. Vatn flaeddi upp ur nidurfollunum inni i flugstodinni og folk kippti ser ekkert upp vid tad. Oryggishlidid pipti eins og eg vaeri med hridskotabyssu innanklaeda. Mer var ti visad inn i svartar gardinur og stod mer nu ekki a sama, helt ad eg fengi loksins ad profa strip search (sem eg hef lengi hlakkad til ad fa ad neita flugvallaroryggisvordum um), en tegar a holminn var komid, var eg nu ekki viss um ad eg gaeti neinu neitad. En, sem betur fer voru tetta bara svartar gardinur fyrir domur, tvi ekki er nu haegt ad leita vopna a domum fyrir allra augum. Eftir stutta heimsokn hja gardinu-oryggisverdinum (sem var audvitad dama sjalf) kom tad i ljos ad tad var brjostahaldaraspongin min sem olli ollum latunum. Supernaemt oryggishlid i Delhi!

A medan eg beid flugsins mins gafst mer kostur a ad kynnast indverskri sjonvarpsdagskra. Auglysingarnar eru fjolmargar og flestar fataauglysingar. En, tad er ekki astaeda til ad kynna domufatnad... bara, tess tarf ekki... heldur eru jakkafotin allsradandi i tessum auglysingageira. Indverskum karlmonnum hefur tekist ad throa Dressman-posurnar a snilldarhatt. Teir stappa nidur fotunum og bada ut hondunum a medan kameran svifur i kringum ta, hring eftir hring. Svo horfa teir upp i loftid, brosandi ut ad eyrum eins og til ad takka gudunum fyrir ad hafa askotnad ser tvilikan dyrdarklaednad. Konurnar eiga i mestu vandraedum med ad klaeda sig nogu flott til tess ad eiga tad skilid ad fa ad fara a stefnumot med teim.